Um okkurCaratt er skartgripaverslun  og vinnustofa, sem rekin er af hjónunum Hauki Valdimarssyni gull- og silfursmíðameistara og Brynju Björk Gunnarsdóttur.

Ásamt því að leggja áherslu á eigin hönnun og smíði erum við sérfræðingar í trúlofunar- og giftingahringum

Carat hefur hafið samstarf við acredo, sem er þýskt fyrirtæki með hágæða framleiðslu á skartgripum. Carat er umboðs og söluaðili acredo á Íslandi.


Félag íslenskra gullsmiða

Haukur Valdimarsson gullsmíðameistari er félagi í FÍG, Félagi íslenskra gullsmiða.Bronsskjöldurinn, framan á verslunum og verkstæðum gullsmiða í Félagi íslenskra gullsmiða, tryggir neytendum að þar starfi löggiltur gullsmíðameistari og fagmaður sem ábyrgist vöru sína og vinnu og býður áreiðanlega þjónustu.